deutsch

Höllustaðir

Á Höllustöðum er rekin tamningarstöð og fjárbú með rúmlega 300 kindum. Auk þess er stundað hrossarækt. Hér á vefsiðunni finnurðu allt sem tengist tamningarstöðinni og hrossaræktinni og ef þú vilt vita meira, hikaðu ekki við að hafa samband.

Nýasta fréttir

27.03.2016

Óskum öllum gleðilegra páska

Grís

31.07.2015

Það hefur verið mikið hjá okkur að gera. Sauðburður hefur gengið ágættlega en svo vantaði nátturlega góða veðrið til að gróðurinn lifni við. Heyskap seinkaði töluvert, bæði af því að það var kalt og grasið spratt lítið en einnig var fé í túnunum lengur en vanalega af því að gróðurinn í úthaga var ekki tilbúinn. En maður heldur fast í vonina að það skáni nú einhvern tíma ;)

Sauðburður 2 3 4 5 6 7

31.07.2015

Við höfum fengið fjögur folöld í ár.

Þann 25. maí fæddist rauðskjótt meri, sem verður grá, undan Öskju frá Fellskoti og Henrý frá Kjalarlandi.

Þann 3. júni fæddist brún meri, sem einnig verður grá, undan Vordísi frá Finnstungu og Smára frá Skagaströnd

Þann 4. júni fæddist jarpskjóttur hestur undan Sjöfn frá Höllustöðum og Hug frá Höllustöðum

Þann 5. júni fæddist rauð meri undan Gjósku frá Höllustöðum og Henrý frá Kjalarlandi

Folöld 2015 2 3 4 5 6 7 8

eldri fréttir
 
Helgi Páll Gíslason og Barbara Dittmar, Höllustaðir, 541 Blönduós, simar +354/869'65'63 og +354/845'28'45