deutsch

Tamning og þjálfun

Markmið eftir u.þ.b. mánuð í frumtamningu er að tryppið treysti og virði mann sem leiðtoga. Að það sé hægt að taka tryppið í stíuni, leggja á, stíga á bak og ríða af stað, einn eða í samreið. Að það sé hægt að stjórna hraða og stefnu. Hvort það sé hægt að stjórna gangtegundum, brokki eða tölti fer alfarið eftir því hvað tryppið býður upp á. Við lítum á pískinn sem framlengingu á hendini og notum hann til að stjórna bæði hraða og stefnu ef þess þarf og á tryppið að vera óhrædd við pískinn. Öll tryppin eru tamin með reiða.

Við viljum að tryppin verði létt og næm í beisli og byrjum því að temja á snúrumúl eða tamningamúl, en skiptum yfir á mélin eftir fyrstu reiðtúra.

Við erum bæði Hólagengin og tamningar- og þjálfunaraðferðir okkar eru byggðar á þeim grunvelli.


Dagrenning í tamningu Barbara á Dagrenningu frá Höllustöðum þá eftir tveggja víkna tamingu og Bragi aðstóðartamningamaður á Gandálfi frá Höllustöðum

Djákni í tamningu Helgi á Djákna frá Litla-Moshvoli

Bragi að taka út tamningin Aðstóðartamningarmaður Bragi Hólm Birkisson að "prufukeyra" tamningatryppi

Helgi Páll Gíslason og Barbara Dittmar, Höllustaðir, 541 Blönduós, simar +354/869'65'63 og +354/845'28'45