deutsch

Söluhestar

Upplýsingar fyrir kaupandan:

Kilja frá Árgerði

IS2004265660

F: Andvari frá Ey I

M: Brynja frá Árgerði


Kilja er viljug, traust og geðgóð alhliða meri. Skýr skipti á milli gangtegundana. Skeiðið er taktgott en ekki búið að þjálfa það mikið. Kilja er einstaklega skemmtilegt reiðhross til útreiðar eða í hestaferðir.

Til að taka myndir í reið var hún sótt út í haga, lagt á og riðið af stað ójarnuð. Folaldið þvæltist eitthvað um kring.

Kilja er ekki í okkar eigu en hún er hjá okkur ef maður vill koma og prófa hana.


Verð: C

Kilja með folaldinu sinu 2 3 4 5 6 7 8

Hersir frá Höllustöðum

IS2007156597

F: Glettingur frá Steinnesi

M: Fífa frá Höllustöðum


Hersir er undan 1.verðlauna hesti. Hann er litið taminn miðað við aldur út af tímaleysi. Honum er riðið úti í samreið en hann er ekki orðinn gangsettur. Hersir er klárhestur. Eldri bræður hans eru rosalega duglegir vinnuhestar. Hann fæddist mósóttur en verður grár.


Verð: C

Hersir 2 3 3 4 5

Reifur frá Höllustöðum

IS2007256597

F: Roði frá Múla

M: Sæla frá Höllustöðum


Reifur er faxprúður, mjög gæfur og áhugasamur hestur. Hann er þægilega viljugur og með auðveld tölt og gott brokk. Hann var notaður í reiðtúrum hjá okkur í sumar og fór í göngur. hann er frekar lítill og hentar því ekki fyrir stóra eða þunga knapa. Reifur er undan 1.verðlauna hesti.


Verð: E

Reifur 2 3

Ímnir frá Höllustöðum

IS2008156596

F: Fálki frá Geirshlíð

M: Sjöfn frá Höllustöðum


Ímnir er bráðfallegur, mikill hestur sem maður tekur strax eftir. Hann sýnir mest brokk og tölt, en hefur tekið nokkur skeiðspor af og til. Skrefmiklar hreyfingar með ágætis lyftu. Hann er undan 1. verðlauna hesti. Hann er reiðfær, venjulega mjög rólegur en getur stundum kippt sér upp við einhverju í smá stund og hentar því aðeins fyrir vanari knapa eins og er. Hann er aðeins farinn að sýna tölt undir manni. Systkyn hans þrjú sem eru tamnin eru einstaklega skemmtileg og dugleg reiðhross.


Verð: C

Ímnir 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11

Ísöld frá Höllustöðum

IS2009256597

F: Tristan frá Árgerði

M: Askja frá Fellskoti


Ísöld er falleg og róleg alhlíða hryssa undan 1.verðlauna hesti. Mamma hennar, Askja, er æðisleg reiðhryssa, óhrædd, dugleg og viljug án þess að vera spennt. Föður hennar er einstaklega geðgóður og eru afkvæmin hans yfirleit geðgóð og viljug oft alhlíða hross með mikið tölt og flottum fótaburð.

Ísöld er vel reiðfær, en það er ekki orðið alltaf hægt að stjórna hvaða gangtegund hún fer á.


Verð: D

Ísöld 2 3 4 5 6 7 8 9

Arven frá Höllustöðum

IS2010256597

F: Askur frá Árgerði

M: Glíma frá Lækjamóti


Arven er falleg brún meri. Hún virðist að vera róleg en svolítið feimin. Hún sýnir mest brokk.


Verð: B

Arven 2 3

Funi frá Höllustöðum

IS2010156597

F: Askur frá Árgerði

M: Gjóska frá Höllustöðum


Stór og fallegur mósóttur hestur. Hann er mjög gæfur og rólegur. Hann er aðeins taminn og er fljótur að læra. Rosalega mjúkur að sitja, bæði á brokki og tölti.


Verð: B

Funi 2

Stormur frá Höllustöðum

IS2010156596

F: Askur frá Árgerði

M: Nótt frá Höllustöðum


Þægur og forvitinn mósóttur hestur, sem kemur til manns og vill endilega láta klóra sér. Sýnir brokk og mikið og mjúkt tölt.


Verð: B

Stormur 2 3

Jóvin frá Höllustöðum

IS2010256599

F: Prímus frá Brekkukoti

M: Askja frá Fellskoti


Mjög falleg grá meri, fædd brún. Jóvin er aðeins tamin og er mjög áhugasöm en getur stundum verið svolítitð ör og hrædd. Hún er alhlíðahross.


Verð: C

Jóvin 2 3 4

Lokkur frá Höllustöðum

IS2010156598

F: Askur frá Árgerði

M: Sjöfn frá Höllustöðum


Lokkur er mjög áhugasamt og forvítið tryppi. Sýnir brokk og tölt. Hann er gæfur. Hann er í taminigu núna og er fljótur að læra.


LOKKUR ER SELDUR

Lokkur 2 3

Vaka frá Höllustöðum

IS2011256597

F: Nasi frá Grund

M: Askja frá Höllustöðum


Vaka er bráðfalleg og hávaxin. Hún er róleg og forvítin. Hún sýnir allar gangtegundir með miðlungs lyftu.


Verð: A/B

Vaka 2 3 4

Helgi Páll Gíslason og Barbara Dittmar, Höllustaðir, 541 Blönduós, simar +354/869'65'63 og +354/845'28'45