deutsch

Fréttir

01.01.2015

Óskum öllum gleðilegs nýs árs og þökkum fyrir það gamla.

jólatré

24.12.2014

Óskum landsmönnum öllum gleðilegra jóla.

jólatré

09.07.2014

On the 19. and 20. September we organized a ridingtour with horsegathering. More Information here

Horsegathering 2 3

01.07.2014

Sauðburður er búinn og hluti af kindunum farnar á fjall. Við eigum eftir að smala eitthvað meira hér heima til að fara með.

Svo fæddust þrjú folöld. Brúnskjótt meri undan Sjöfn og Hug, brúnskjóttur hestur sem verður grár undan Öskju og Hug og brúnn hestur undan Glímu og Sváfni frá Geitaskarði.

Folöld 2014 2 3 4 5 6 7

04.05.2014

6 ungar klektu út á þriðjudag s.l. Þeir stækka alveg ótrúlega hratt og háma í sig allt sem verður fyrir goggnum á þeim ;) Hænan rosalega dugleg að passa þá.

Annars er hér allt að verða grænt og við biðum spennt eftir fyrsta lambinu.

Hænuungar 2 3

20.04.2014

Óskum öllum gleðilegra páska.

Helgi er að verða búinn að rýja. 40 af 320 kindum eru eftir. Siðan er bara komin tíminn til að gera klárt fyrir sauðburðinn sem á að hefjast í byrjun maí.

01.01.2014

Óskum öllum gleðilegs nýs árs og þökkum fyrir það gamla.

26.12.2013

Óskum öllum gleðilega jóla.

03.11.2013

Nú virðist aðeins að róast hjá okkur eftir annasamt haust. Kindurnar og hrossin komin heim og búið að dæma líflömbin og taka þau inn á gjöf. Heystaðan er góð eftir sumarið og við fjölgum féið um 30 hausar.

haust

24.08.2013

Adeins einn hvolpur eftir. Hann er rólegri en bræðurnar hans og aðeins feiminn við mannin, en rosalega kelinn þegar maður er búinn að ná honum. Hann á eftir að verða mjög tryggur. Hann er vanur börnum, öðrum hundum og hittir af og til kisa okkar.

Hvolpar gefins 2 3 4

15.08.2013

Þessir tveir þrilítu rakkar fást gefins. Mamma þeirra er Táta okkar sem er Border Collie blendingur og alveg snilldar smalahundur. Hún er alin upp sem "geltari" sem rekur kindurnar á undan manni. Pabbinn er hreinræktaður Border Collie, hann Golíat okkar. Hann er rúmlega árs gamall, er með gott eðli, mjög rólegur og yfirvegaður fyrir Border Collie að vera en kannski svolítið línur. Hvolparnir fæddust 22. júni og eru tilbúnir til afhendingar eftir helgi.

Hvolpar gefins 2 3 4 5 6 7

15.08.2013

Siðast en ekki siðst: 9. júli fæddist siðasta folaldið. Brún meri undan Gjósku frá Höllustöðum og Hug frá Höllustöðum.

Folaldið hennar Gjósku 2

30.06.2013

Fórum með Glímu í Sváfni frá Geitaskarði. Hann er undan Stála frá Kjarri.

Sváfnir

29.06.2013

Nú eru komin sjö folöld og við biðum eftir því siðasta. 10. júni fengum við brúnan hest undan tveimur skjóttum, Sjöfn og Hug. 24.júni kemur brúnstjörnóttur hestur undan Ósk og Hug. Og 25. fáum við jarpan hest undan Vordísi og Tristan.Vordís fór siðan í Smára frá Skagaströnd í gær.

Folaldið hennar Vordís 2 3 4 5 6

01.06.2013

Sauðburður er alveg að verða búið og fyrstu folöldin eru komin í heiminn. Brúnskjótt meri undan Nótt frá Höllustöðum og Hug frá Höllustöðum og rauðskjótt meri og tveir jarpir hestar undan Tristan frá Argerði. Mæðurnar þeirra eru Gáta frá Höllustöðum, Askja frá Fellskoti og Glíma frá Lækjamóti.

Folaldið hennar Gátu 2 3 4 5 6 7 8

28.04.2013

Fyrsta lambið á þessu ári er komið í heimin.

Fyrsta lambið

31.03.2013

Óskum öllum gleðilegra páska

Gleðilega páska

20.03.2013

Helgi er á fullu að rýja gemlingar og kindurnar á öðrum vertri. Þær eru alrúnar. Eldra fé sem er úti á gjöf verður siðan rúið að framan einhvern tíma í apríl.

Í afmælisgjöf frá foreldrum sinum fékk hann þessa rúningsrólu sem má sjá á nokkrum myndum. Rólan minnkar álagið á bakið í rúningi. Svoleiðis róla kostar fáranlega mikið ef maður ætlar að kaupa sér hana en Birkir fósturpabbi Helga smiðaði þessa sjálfur. Takk fyrir segjum við bara.

Helgi að rýja 2 3 4 5

02.02.2013

Ný hross til sölu. Kikið á Söluhestar.

Kilja

27.01.2013

Í byrjun janúar tókum við nokkur tryppi á hús. 7 sem við eigum sjálf og 2 utanaðkomandi. Tryppin sem við eigum eru Graðhesturinn okkar Hugur, Ímnir, Rökkvi, Brák, Hríma, Hersir og Þruma.

Núna skín loksins sólin aftur hjá okkur í dalnum og tókum við nokkrar myndir í góða veðrinu.

Tryppin í góðu veðrinu 2 3 4 5 6 7 8 9 10

02.01.2013

Óskum öllum gleðilegs nýs árs og þökkum fyrir það gamla.

23.12.2012

Óskum öllum gleðilegra jóla.

Gleðileg jól

02.11.2012

Nú erum við búin að taka lömbin inn á gjöf. Reyndar eru allar kindur inni í dag út af óveðrinu, en þær eldri en ársgömul fara aftur út um leið og veðrið batnar.

Lömb 2

26.10.2012

Í haust fengum við okkur tvo nýja ketti. Þrílita læðu og svartan og hvítan höggna. Og svo fórum við á miðvíkudegi sl. að sækja Border Collie hvolp í Borgarfirði. Hann heitir Golíat.

Golíat 2 3 4 5 6 7 8

03.10.2012

Nú erum við búin að dæma og velja líflömbin. Hér eru nokkrar myndir.

Líflömb 2012 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12

13.09.2012

30. Ágúst sónuðum við undan merunum. Í lok Mai megum við búast við folaldi undan Öskju og Tristan frá Árgerði og folaldi undan Nótt og Hug frá Höllustöðum. Í miðjum Júni eiga Vordís, Glíma og Gáta að kasta. Þær eru allar fengnar við Tristan. Í byrjun Júli eigum við von á folöldum undan Ósk og Sjöfn, báðar eru fengnar við Hug. Svo voru Gjóska og Afþreying annaðhvort alveg nýfengnar eða tómar.

Hugur 2 3 4 5

13.09.2012

09. til 23. Ágúst fórum við til Sviss í sumarfrí. Þar fórum við að horfa á "Landsmót" svissneska hestsins, sem kallast Freiberger. Keppt war í ýmsum kerrugreinum. Kapphlaup með mismarga hesta fyrir framan kerrunum, mismunandi kerrur og brokk eða stökk. Svo voru kappreiðar berbakt eða með hnakk, hindrunarstökk, sýningar o.m.fl. Það var svakalega heitt þann dag, um 36 stig híti, en það virtist ekki trufla hrossin mikið.

Freiberger dagarnir í Agasul 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22

19.06.2012

Tristan frá Árgerði er kominn í hólf hjá okkur og tekur á móti merum. Það eru ennþá laus pláss hjá honum og ekkert mál að bæta merum með eða án folalda inn hjá honum hvenær sem er. Smellið hér fyrir upplýsingar og myndir.

Tristan frá Árgerði

19.06.2012

Nú er sauðburður alveg búið hjá okkur. Siðustu tvær kindur báru í gær.

01.06.2012

Í gær og fyrradag fæddust siðustu þrjú folöldin hjá okkur. Öll undan Fálka frá Geirshlíð (IS2000135888). Brúnn hestur sem verður líklega grár undan Ósk frá Höllustöðum, brúnskjóttur hestur undan Gátu frá Höllustöðum og jarpur hestur undan Glímu frá Lækjamóti.

Þjarkur 2 3 4 5 6 7 8 9 10

01.06.2012

Nokkrar myndir af folöldunum til viðbótar.

Gjóska og Drynur 2 3 4 5 6

28.05.2012

Hingað til hafa sjö folöld lítið lifsins ljós. Það hefur bara verðið svo mikið að gera að maður hefur ekki komist inn í tölvuna til að setja það á heimasiðuna. En hér kemur það.

8.maí fæddist jarpskjótt meri undan Sjöfn frá Höllustöðum og Tristan frá Árgerði sem verður einmitt hjá okkur í hólfi í sumar.

19.maí fæddist jarpskjóttur hestur undan Öskju frá Fellskoti og Hug frá Höllustöðum

22.maí fæddist jörp meri undan Nótt frá Höllustöðum og Fálka frá Geirshlíð (IS2000135888).

23.maí fæddist bleikálóttur hestur undan Kilju frá Árgerði (IS2004265660) og Knár frá Ytra-Vallholti (IS2007157591).

24.maí fæddist rauður hestur undan Gjósku frá Höllustöðum og Knár frá Ytra-Vallholti (IS2007157591).

25.maí fæddist brún meri undan Sælu frá Höllustöðum og Hug frá Höllustöðum.

Og í dag 28.maí fæddist líklega arfhrein brúnskjótt meri sem verður líklega grá undan Hélu frá Höllustöðum og Hug frá Höllustöðum.

Hugrenning 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23

28.05.2012

Nú er sauðburður alveg að fara klárast. 30 kindur eiga eftir að bera. 375 lömb eru komin.

Tvílemba út í haga 2 3 4 5 6 7 8

21.05.2012

Stóðhesturinn Tristan frá Árgerði verður í hólfi á Höllustöðum í sumar. Smellið hér fyrir upplýsingar og myndir.

Tristan frá Árgerði

03.05.2012

Fyrstu lömbin fæddust í dag. Tvær botnóttar gimbrar undan Grábotna frá Vogum II.

Fyrstu lömbin

26.02.2012

Helgi er byrjaður að rýja. Markmiðið er að klára féið sem er inni fyrir mánaðarmót mars/apríl. Það eru um það bil 150 kindur.

Helgi að rýja 2 3 4 5 6 7 7

08.02.2012

Á mánudaginn fengum við nýja traktórinn okkar. Mikill munur að vera komin aftur á vél með ámoksturstækjum.

Valmet

11.01.2012

Svona var á Höllustöðum í gær.

gott útsýni;) 2 3 4 5 6 7

03.01.2012

Við óskum ykkur öllum gleðilegs nýs árs og þökkum fyrir það gamla.

Við erum búin að taka inn hross og erum farin að temja. Enn er pláss og ef þið viljið láta temja eitthvað, hafið samband.

15.12.2011

Nú eru folöldin komin á siðuna. Smelltu hér.

04.12.2011

Nú er rúmur mánuður siðan að við tókum lömbin inn. Þau stækka og fitna og líta bara vel út. Svo tókum við veturgömlu og gamalær inn um siðustu helgi líka.

Gemlingar komnar á hús 2 3 4

20.10.2011

Þessa daga fáum við aðstoð í tamningunum. Pétur, 10 ára, er að temja fyrir okkur Dröfn, 5 vetra. Á þessari mynd fór hann í fyrsta skipti á bak.

Tamnigar

09.10.2011

Hér eru nokkrar myndir sem við tókum 4. og 5. Október.

Fyrsti vetrardagur 2 3 4 5 6 7 8

03.10.2011

Um helgina voru lömbin vigtuð og líflömbin valin. Í heildinni erum við mjög sátt við þyngdin á lömbunum. 68 gimprum og 10 hrútum hefur verið sett á. Við erum líka mjög ánægð með það að öll sæðingslömbin hafa skilað sér. Þau hafa öll nema eitt verið sett á.

Fjárrag 2 3 4 5

13.09.2011

Helgi fór í göngur 4. til 9. september. Svo vóru réttir á laugardaginn.

Réttir 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12

13.09.2011

Sunnudaginn 11. fór Barbara að smala laxárdalinn.

Laxárdalur 2 3

10.08.2011

Við erum komin í sumarfrí til Sviss. Og verðum þar til 18. ágúst.

09.08.2011

22. til 25. júli fórum við í hinu árlegu fjölskylduhestaferð. Alls voru 16 knapar af þremur ættliðum og 31 hross 5 til 28 vetra.

Hestaferð 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18

09.08.2011

4.til 9. júli var haldin reiðnámskeið á Höllustöðum. 11 krakkar tóku þátt. Veðrið var gott og bæði krakkar og kennarar höfðu gaman af þessu.

Reiðnámskeið 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22

26.06.2011

Á fimmtudagskvöldið (23.6) slepptum við stóðhestinum Fálka frá Geirshlíð í merarnar. Enn er pláss hjá honum og ekkert mál að bæta í hópinn. Fálki er moldóttur fyrstuverðlauna hestur undan Odd frá Selfossi og Hrafnsdóttur. Afkvæmi Fálka eru yfirleitt auðtamin með góð gangskil og allan gang. Verð: 50'000 ISK + vask. + hagagjald.

Fálki með sinar merar

26.06.2011

Nú er hver að verða siðastur að skrá sig á reiðnámskeiðið fyrir krakka á aldrinum 6 til 16 ára sem verður haldið 4. til 9. júli á Höllustöðum. Kennslan fer fram eftir hádegi og eru kennararnir Barbara og Helgi Páll. Hver krakki mætir með sín eigin hest og er hægt að geyma hann hér á meðan námskeiðið stendur. Námskeiðið kostar 8500 ISK + vask.

Pétur og Sproti í þrautabraut

26.06.2011

Í gær fæddist siðasta folaldið hjá okkur. Það var bleikálóttur hestur sem verður hugsanlega grár. Hann er undan Gaur frá Giljahlíð og Ósk frá Höllustöðum.

Ósk og Gulltoppur

26.06.2011

16.06 slepptum við tveggja vetra graðhestinum okkar Hugur frá Höllustöðum í nokkra merar.

Hugur með sinar merar

16.06.2011

Nú er sauðburður búið hjá okkur. Siðasta lambið fæddist fyrir tveimur dögum.

16.06.2011

14.06. fæddist bleikálóttur hestur undan Gaur frá Giljahlíð og Hélu frá Höllustöðum.

Héla og Skjálfti

12.06.2011

Í nótt fæddist bleikálótt hestfolald undan Gaur frá Giljahlíð og Afþreyingu frá Höllustöðum.

Afþreying og Froði

09.06.2011

Nú styttist í það að Fálki frá Geirshlíð (IS2000135888) komi í stóðhestahólfið hjá okkur. Fálki er fyrstu verðlauna graðhestur og á tvö afkvæmi í fyrstu verðlaun. Tvær dætur hans komust inn á LM2011 í barnaflokki. Enn eru laus pláss hjá honum. Áhugasamir eru beðnir um að hafa samband við okkur.

Fálki

04.06.2011

Það fæddist bleikálóttskjótt merfolald undan Gaur frá Giljahlíð og Gátu frá Höllustöðum þann 30. maí og jarpskóttur hestur undan Gaur frá Giljahlíð og Sælu frá Höllustöðum í dag.

Sönnun

Gaumur

28.05.2011

Nú er sauðburður að klárast. Ekki nema 42 rollur eftir óbornar. Þetta gekk allt nokkuð vel, þrátt fyrir kuldakastið. Nú er bara að horfa á lömbin leika sér á túnunum.

flottur flekkóttur hrútur

26.05.2011

Þann 16. maí fæddust fyrstu tvö folöldin hjá okkur. Annað er jörp meri undan Nasa frá Grund og Öskju frá Fellskoti og hitt er brúnn hestur undan Fálka frá Geirshlíð og Gjósku frá Höllustöðum. Og svo fæddist bleikálóttur hestur undan Gaur frá Giljahlíð og Nótt frá Höllustöðum sl. mánudag 23.maí.

Kjarni

Vaka Geisli

04.05.2011

Þá er sauðburður hafinn. Fyrstu tvö lömbin fæddust í gær.

fyrstu lömbin

01.05.2011

Dagana 4. til 9. júli 2011 verður haldið reiðnámskeið fyrir krakka á aldrinum 6 til 16 ára á Höllustöðum. Kennslan fer fram eftir hádegi og eru kennararnir Barbara og Helgi Páll. Hver krakki mætir með sín eigin hest og er hægt að geyma hann hér á meðan námskeiðið stendur. Áhugasamir geta haft samband við okkur.

Pétur og Sproti í þrautabraut

05.02.2011

Stóðhesturinn Fálki frá Geirshlíð (IS2000135888) verður í hólfi hjá okkur í sumar. Fálki er með 8.07 í aðaleinkunn og á tvö afkvæmi í fyrstu verðlaun. Þeyr frá Leirulæk (8.18 í aðaleinkunn) og Flækja frá Giljahlíð (8.13 í aðaleinkunn). Áhugasamir geta haft samband við okkur. Myndir af okkar Fálkaafkvæmum má sjá hér: Lausn, Ímnir, Regla

Fálki

15.01.2011

Loksins er heimasíðan okkar komin á netið. Góða skemmtun við að skoða hana.

Helgi Páll Gíslason og Barbara Dittmar, Höllustaðir, 541 Blönduós, simar +354/869'65'63 og +354/845'28'45