deutsch

Aðstaða

Hesthús

Hesthús og inniaðstöðu

Haustið 2008 byrjuðum við að breyta gömlu fjósi í hesthús. Hesthúsið rúmar 16 hesta eins og er, en stíur fyrir 6 hesta í viðbót eru í vinnslu. Nýju stíurnar verða með stalla og er planið að breyta hinum líka, þar sem okkur finnst ekki nógu gott að gefa fyrir utan stíurnar. Stíurnar eru tveggja hesta og eru gummimottur í þeim. Jarnað er á ganginum. Það er baðaðstaða fyrir hrossin. Við hesthúsið er hlaða. Hún er notuð sem inniaðstaða.

Reiðhöllin
Hringgerðið

Hringgerði

Hringgerðið okkar stendur niður við fjárhús, sem er ca. 300 m frá hesthúsinu. Það gerir fyrsta reiðtúrin utan við gerðið mjög jákvæðan að því leyti að hann er stuttur, upp í móti, eingöngu heimleið og tryppið hefur verið teymt þá leið nokkrum sinnum.

Reiðleiðir

Útreiðaleiðir

Mjög þægilegir útreiðaleiðir eru á Höllustöðum, þar sem gamall þjóðvegur liggur um jörðina. Frá hesthúsinu er bæði hægt að fara norður og suður gamla veginn þar sem engir bílar eru á ferð. En svo er hægt að fara upp á þjóðveginn til að breyta til og venja tryppin við umferð. Einnig er hægt að fara hring til að þurfa ekki alltaf fara fram og til baka. Líka er hægt að riða niður við árbakkan. Þetta allt gerir útreiðamöguleika hér skemmtilega og fjölbreytta.

Helgi Páll Gíslason og Barbara Dittmar, Höllustaðir, 541 Blönduós, simar +354/869'65'63 og +354/845'28'45